
Víkingur og KA mættust á Laugardalsvelli í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og Víkingar unnu leikinn 3-1 og hefur liðið unnið bikarinn fjögur ár í röð.
„Maður er svona einhverneigin dofin og svekktur en á sama tíma stolltur. Komum okkur hingað inn í bikarúrslitaleik, fullt af af fólki fylgdi okkur og byrjaði að syngja klukkutíma fyrir leik og meirisegja hálftíma eftir leik þótt við höfum tapað þannig þetta er svona þannig tilfinning." sagði Hallgrímur Jónasson svekktur eftir tapið í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
„Fyrri hálfleikurinn finnst mér við hafa varist rosaalega vel, taktískt rosaalega flottir og gerum vel. Lendum á móti miklum vindi og rigningu og þeir fá mikið af föstum leikatriðum sem þeir skora svo úr."
„Við vonuðumst eftir því að ná meiri tökum í seinni hálfleik og við náðum ekki alveg nógu miklum tökum þar en það datt allt í einu í dúna logn og þetta varð bara jafn leikur og ég hefði viljað gera betur í seinni hálfleik ern því fór sem fór, Víkingur er gríðarlega gott lið og ég er ánægður með strákana, þeir skyldu allt eftir á vellinum og gerðu allt sem ég bað þá um að gera og það tókst því miður ekki í þetta sinn."
Annað mark Víkinga kom upp úr aukspyrnu sem Víkingur skoraði úr og KA menn voru svekktir með að fá á sig aukaspyrnu í aðdragenda hennar og var Hallgrímur spurður út í ákvörðun Helga Mikaels dómara leiksins.
„Þetta var aldrei aukaspyrna. Ég nenni ekki að tala ílla um þá eða vera lélegur tapari en eins og ég hef sagt í öðrum fjölmiðlum, ef þið skoðið þetta, þá held ég að þrjú fyrstu mörkin í leiknum hefðu aldrei átt að standa, ekki okkar heldur og það náttúrulega leiðinlegt en þeir reyndu að gera sitt bestsa og eigum við ekki að hafa það þannig."
Nánar var rætt við Hallgrím í viðtalinu hér að ofan.