
Var hausinn kominn í umspilið í lokin?
„Jájá það er bara þannig, það var nokkuð ljóst að Skagamenn voru að klára sitt og ég vil byrja á því að óska þeim til hamingju. Stóðu sig gríðarlega vel í síðari umferðinni, búnir að vinna mikið af leikjum og þeir verðskulda að vinna deildinna."
„Jájá það er bara þannig, það var nokkuð ljóst að Skagamenn voru að klára sitt og ég vil byrja á því að óska þeim til hamingju. Stóðu sig gríðarlega vel í síðari umferðinni, búnir að vinna mikið af leikjum og þeir verðskulda að vinna deildinna."
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Afturelding
„Við sáum stöðuna þar og við getum alveg viðurkennt það að við vorum aðsjálfsögðu farnir að hugsa út í það. Ný keppni byrjar á miðvikudaginn, ný keppni sem við ætlum að vinna og við vorum komnir með hugann við það. Ég skil mjög vel leikmenn í lokin að hausinn hafi verið farinn þangað. Það er bara sú keppni sem skiptir máli."
Hvort er að lenda í öðru sæti frábær árángur eða svekkelsi að þínu mati?
„Frábær árangur, ég meina það var enginn sem spáði okkur annað fyrir mót, ekki nokkur einasti maður. Við höfðum trúað á þetta. Þessi liðsheild hérna og við höfðum trú á því að við gætum gert hluti í sumar. Við erum búnir að bæta stigamet Aftureldingar um 14 stig í þessari deild, við erum búnir að skora 60 mörk, við erum búnir að enda ofar en Afturelding hefur nokkurn tíman endað. Þannig að við erum búnir að ná að haka í helling af boxum. Auðvitað vildum við vinna deildinna, og það var draumamarkmiðið og því miður náðum við því ekki. En við erum ennþá í góðum möguleika á að fara upp í Bestu-deildinna og horfum á það þannig að það eru bara þrír úrslitaleikir eftir og við ætlum að klára þá."
Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan
Athugasemdir