Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   lau 16. september 2023 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti Villa á bara eftir að fara í markið - „Ég sá ekki nafnið mitt"
Matti með bikarinn.
Matti með bikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Matthías Vilhjálmsson var í tapliðinu í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrra þegar FH laut í lægra haldi gegn Víkingum. Í dag var hann í sigurliðinu er Víkingar unnu KA á Laugardalsvelli. Matthías var frábær í leiknum en hann spilaði í miðverðinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Þetta er einstakur hópur. Þetta sumar er búið að vera lygilegt," sagði Matthías við Fótbolta.net eftir leikinn.

Matthías gekk í raðir Víkings frá FH fyrir tímabilið en á undirbúningstímabilinu talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um að Matti væri með tapsjúkdóm sem þyrfti að lækna hann af. Það er óhætt að segja að hann sé læknaður.

„Ég sagði við hann um daginn að þetta hefði verið snilldarmove hjá honum að taka gæja sem hefur afrekað nokkuð mikið á ferlinum og stuða aðeins liðið. Ég var alveg með breitt bak. Það var ekkert geggjað að heyra þetta, en hann var að kveikja líf í mér og liðinu. Tímabilið er búið að vera fáránlega gott. Þetta er einstakur hópur og einstakt þjálfarateymi, stuðningurinn er líka geggjaður."

Matthías var frábær í leiknum en hann spilaði í miðverðinum. Það er ekki staða sem hann er vanur en hann virðist geta leyst allar stöður á vellinum.

„Ég veit ekki hvað þú getur kallað mig. Ég var vinstri bakvörður um daginn líka. Ég á eftir að prófa að taka markið áður en ég hætti. Ég verð að viðurkenna að það smá fiðringur í mér fyrr í vikunni þegar Arnar kallaði mig inn á fund og sagðist vera með 'grand plan' fyrir leikinn. Síðan kíkti ég á liðið hjá honum og ég sá ekki nafnið mitt. Síðasta staðan sem ég tékkaði á var miðvörðurinn og þar var ég. Arnar er einstakur þjálfari og það eru forréttindi að fá að upplifa þennan fótboltaheila sem hann er. Þjálfarateymið í kringum hann er geggjað líka."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner