Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   lau 16. september 2023 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miklar líkur á því að Arnór haldi áfram - „Þetta skiptir mig miklu máli"
Lengjudeildin
Arnór með bikarinn í dag.
Arnór með bikarinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega stoltur af öllu liðinu og öllu batteríinu," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, eftir að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

„Það var mikið mótlæti í byrjun sumars en við rifum okkur í gang. Við höfðum alltaf trú á verkefninu."

Tímabilið byrjaði illa hjá ÍA og var liðið lengi í eltingarleik við Aftureldingu, en liðið náði að sigla fram úr í lokin og vinna deildina.

„Það var fyrst og fremst alltaf trú á verkefninu. Þjálfarateymið og allur hópurinn hafði trú á verkefninu út í eitt. Við vissum að sigrarnir myndu koma. Þeir gerðu það og það er frábært að enda þetta svona, saman."

Arnór segir skemmtilegt að koma heim á Akranes og hjálpa liðinu að komast upp.

„Þetta er nánast ólýsanlegt. Þetta gefur manni extra að spila fyrir uppeldisfélagið og upplifa þetta með fjölskylduna í stúkunni. Það var leikur í sumar sem við unnum, Fjölnir úti, og það var einhver ólýsanleg tilfinning sem ég fann eftir leikinn. Þetta skiptir mig miklu máli," segir Arnór en hann býst við að halda áfram að spila á næsta ári. Hann er 35 ára gamall.

„Það er draumur að spila í deild þeirra bestu með Skaganum. Það eru miklar líkur á því."
Athugasemdir
banner
banner