Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   lau 16. september 2023 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miklar líkur á því að Arnór haldi áfram - „Þetta skiptir mig miklu máli"
Lengjudeildin
Arnór með bikarinn í dag.
Arnór með bikarinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega stoltur af öllu liðinu og öllu batteríinu," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, eftir að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

„Það var mikið mótlæti í byrjun sumars en við rifum okkur í gang. Við höfðum alltaf trú á verkefninu."

Tímabilið byrjaði illa hjá ÍA og var liðið lengi í eltingarleik við Aftureldingu, en liðið náði að sigla fram úr í lokin og vinna deildina.

„Það var fyrst og fremst alltaf trú á verkefninu. Þjálfarateymið og allur hópurinn hafði trú á verkefninu út í eitt. Við vissum að sigrarnir myndu koma. Þeir gerðu það og það er frábært að enda þetta svona, saman."

Arnór segir skemmtilegt að koma heim á Akranes og hjálpa liðinu að komast upp.

„Þetta er nánast ólýsanlegt. Þetta gefur manni extra að spila fyrir uppeldisfélagið og upplifa þetta með fjölskylduna í stúkunni. Það var leikur í sumar sem við unnum, Fjölnir úti, og það var einhver ólýsanleg tilfinning sem ég fann eftir leikinn. Þetta skiptir mig miklu máli," segir Arnór en hann býst við að halda áfram að spila á næsta ári. Hann er 35 ára gamall.

„Það er draumur að spila í deild þeirra bestu með Skaganum. Það eru miklar líkur á því."
Athugasemdir
banner