Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 16. september 2023 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miklar líkur á því að Arnór haldi áfram - „Þetta skiptir mig miklu máli"
Lengjudeildin
Arnór með bikarinn í dag.
Arnór með bikarinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega stoltur af öllu liðinu og öllu batteríinu," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, eftir að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

„Það var mikið mótlæti í byrjun sumars en við rifum okkur í gang. Við höfðum alltaf trú á verkefninu."

Tímabilið byrjaði illa hjá ÍA og var liðið lengi í eltingarleik við Aftureldingu, en liðið náði að sigla fram úr í lokin og vinna deildina.

„Það var fyrst og fremst alltaf trú á verkefninu. Þjálfarateymið og allur hópurinn hafði trú á verkefninu út í eitt. Við vissum að sigrarnir myndu koma. Þeir gerðu það og það er frábært að enda þetta svona, saman."

Arnór segir skemmtilegt að koma heim á Akranes og hjálpa liðinu að komast upp.

„Þetta er nánast ólýsanlegt. Þetta gefur manni extra að spila fyrir uppeldisfélagið og upplifa þetta með fjölskylduna í stúkunni. Það var leikur í sumar sem við unnum, Fjölnir úti, og það var einhver ólýsanleg tilfinning sem ég fann eftir leikinn. Þetta skiptir mig miklu máli," segir Arnór en hann býst við að halda áfram að spila á næsta ári. Hann er 35 ára gamall.

„Það er draumur að spila í deild þeirra bestu með Skaganum. Það eru miklar líkur á því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner