Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 16. september 2023 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu Víkinga fagna bikarmeistaratitlinum - „Mjólk er góð“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur varð í dag bikarmeistari í fjórða sinn í röð er liðið vann KA, 3-1, á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

Matthías Vilhjálmsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu á 38. mínútu og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks bætti heimamaðurinn, Aron Elís Þrándarson, við öðru.

Ívar Örn Árnason minnkaði muninn með góðu skoti en tveimur mínútum síðar gerði Ari Sigurpálsson dýrmætt mark eftir skyndisókn og tryggði Víkingum fjórða bikarinn í röð.

Mjólkurbikarinn fór á loft eftir leikinn og bauð því Hörður Magnússon upp á viðeigandi orð í lýsingu RÚV.

„Mjólk er góð,“ sagði Hörður, en fögnuðinn má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner