Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 16. september 2023 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Cancelo og Felix skoruðu báðir í stórsigri Börsunga
Nýju mennirnir í Barcelona, Joao Cancelo og Joao Felix, skoruðu báðir í 5-0 sigri liðsins á Real Betis í La Liga í kvöld.

Felix var að byrja sinn fyrsta leik í treyju Barcelona og þakkaði hann kærlega fyrir það tækifæri með því að skora á 25. mínútu. Fyrirgjöfin kom inn í teiginn og náði hann að sparka boltanum framhjá markverðinum áður en hann lagði boltann í netið.

Robert Lewandowski tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar eftir að Joao Felix lét sendingu Andreas Christensen fara í gegnum klofið á sér og á Lewandowski sem skoraði og þá gerði Ferran Torres þriðja markið á 62. mínútu með marki úr aukaspyrnu, en þetta var fyrsta aukaspyrnumark Börsunga síðan Lionel Messi skoraði úr slíkri fyrir tveimur árum.

Raphinha gerði fjórða markið með laglegu skoti fyrir utan teig áður en Cancelo setti kremið á kökuna níu mínútum fyrir leikslok og var það ekkert síðra. Hann lék á varnarmann Betis áður en hann þrumaði boltanum í vinstra hornið.

Barcelona er á toppnum með 13 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Barcelona 5 - 0 Betis
1-0 Joao Felix ('25 )
2-0 Robert Lewandowski ('32 )
3-0 Ferran Torres ('62 )
4-0 Raphinha ('66 )
5-0 Joao Cancelo ('81 )

Celta 0 - 1 Mallorca
0-1 Vedat Muriqi ('85 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
11 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner