Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 16. september 2023 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Víkingum óskað til hamingju á stóru auglýsingaskilti fyrir utan Fífuna
Það hefur skapast mikill rígur á milli Breiðabliks og Víkings síðustu ár
Það hefur skapast mikill rígur á milli Breiðabliks og Víkings síðustu ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar urðu í dag bikarmeistarar í fjórða sinn í röð eftir 3-1 sigur á KA en hamingjuóskirnar komu úr öllum áttum og þá var meira að segja hægt að finna þær á ótrúlegustu stöðum.

Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar eru hársbreidd frá því að vinna tvöfalt í ár.

Liðið gæti orðið sófameistari í Bestu deildinni þegar Valur spilar við Stjörnuna á morgun en mikill rígur hefur verið á milli Breiðabliks og Víkings undanfarin ár og þá sérstaklega á þessu tímabili.

Þetta eru án nokkurs vafa tvö bestu lið Íslands í dag en Víkingur hefur vinninginn á þessu ári, að minnsta kosti innanlands, á meðan Breiðablik varð á dögunum fyrsta liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.

Leikir Breiðabliks og Víkings hafa boðið upp á mikil læti, föstum skotum í fjölmiðlum og alls konar Hollywood-stemningu, en gott grín fylgir einnig þessum mikla ríg.

Stórt auglýsingaskilti hangir fyrir utan Fífuna, knatthúsi Breiðabliks, en á skiltinu má finna hamingjuóskir til Víkinga fyrir að hafa unnið Mjólkurbikarinn.

Jón Stefán Jónsson, aðstoðarþjálfari HK, vekur athygli á þessu á Twitter og fagnar þessu góðlátlega gríni.


Athugasemdir
banner
banner