Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 08:00
Sölvi Haraldsson
Arsenal spilaði eins og Mourinho lið
José Mourinho.
José Mourinho.
Mynd: EPA

Theo Walcott, fyrrum leikmaður Arsenal og fleirri liða á Englandi, sagði eftir sigur Arsenal á Tottenham að Arsenal spilaði eins og Mourinho lið í gær þegar þeir lögðu nágranna sína í Norður London á útivelli 1-0.


Það skiptir ekki máli hvernig þeir fóru að þessu, þetta eru frábær úrslit fyrir Arsenal. Þeir sýndu það aftur að þeir geta spilað öðruvísi fótbolta. Þeir spiluðu eins og Mourinho lið í dag til þess að halda sigurinn út.“ sagði Walcott.

Arsenal var án lykilleikmanna eins og Declan Rice og Martin Ödegard en í þeirra stað spiluðu Jorginho og Thomas Partey. Havertz fór niður á miðjuna og Trossard spilaði sem fremsti maður. 

Þetta var ein besta liðsframmistaða þessa liðs örugglega síðan þeir gerðu 0-0 jafntefli við Man City í fyrra. Margir vilja að Arsenal verði ævintýragjarnir en þeir settu upp leikkerfi sem þeir fóru eftir og gerðu það frábærlega.“ sagði Theo Walcott sem talar um að Arsenal séu gífurlega líklegir að vinna ensku úrvalsdeildina eftir þessa frammistöðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner