Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópubikarinn: Fanney í markinu í öruggum sigri - Diljá úr leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney Inga Birkisdóttir fékk tækifæri í byrjunarliði Hacken þegar liðið komst áfram í Evrópubikarnum í dag.

Liðið heimsótti GKS Katowice frá Póllandi en Hacken vann fyrri leikinn 4-0. Leiknum í dag lauk með 3-1 sigri Hacken. Liðið er því komið í 16-liða úrslit. Dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun.

Diljá Ýr Zomers kom inn á þegar Brann féll úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Hammarby. Brenna Lovera, fyrrum leikmaður ÍBV og Selfoss, skoraði mark Brann.

Liðið tapaði samanlagt 5-2 eftir 4-1 tap í fyrri leiknum.
Athugasemdir
banner