Emelía Óskarsdóttir kom inn af bekknum og skoraði þrennu í 6-0 útisigri HB Köge gegn FC Kaupmannahöfn í danska bikarnum í kvöld. Köge er í efsta sæti úrvalsdeildarinnar en FCK er efst í B-deildinni.
Eitt marka hennar var sérlega glæsilegt með skoti af löngu færi, þegar hún innsiglaði þrennuna.
Það voru 930 áhorfendur á Vanløse Idrætspark en Köge hafði mikla yfirburði allan leikinn. Staðan var þó aðeins 1-0 í hálfleik. Mörk Emelíu komu á 54., 74. og 79. mínútu.
Eitt marka hennar var sérlega glæsilegt með skoti af löngu færi, þegar hún innsiglaði þrennuna.
Það voru 930 áhorfendur á Vanløse Idrætspark en Köge hafði mikla yfirburði allan leikinn. Staðan var þó aðeins 1-0 í hálfleik. Mörk Emelíu komu á 54., 74. og 79. mínútu.
Í sænska bikarnum vann Häcken 10-0 sigur gegn Rosso. Fanney Inga Birkisdóttir varði mark Häcken.
Í þýsku deildinni skoraði Sandra María Jessen sitt fimmta mark í sex leikjum fyrir Köln - hún er einu marki frá markahæstu konum deildarinnar. Köln gerði 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt. Köln er í áttunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir



