Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 12:59
Elvar Geir Magnússon
Kluivert rekinn frá Indónesíu eftir að hafa mistekist að koma liðinu á HM
Mynd: EPA
Patrick Kluivert hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Indónesíu eftir að liðinu mistókst að komast á HM 2026.

Þessi fyrrum sóknarmaður Hollands og Barcelona var ráðinn í janúar og gerði þá tveggja ára samning. Tapleikir gegn Sádi-Arabíu og Írak í síðustu viku gerðu það að verkum að Indónesía ákvað að gera breytingar.

Kluivert sendi skilaboð til stuðningsmanna Indónesíu og sagði að hann væri jafn svekktur og þei með úrslitin.

Kluivert er 49 ára og lék 79 landsleiki fyrir Holland.

Farið var í stefnubreytingu hjá Indónesíu með ráðningu Kluivert og meirihluti þeirra sem voru valdir í hópinn hjá honum fæddust utan landsins, flestir í Hollandi.

Þrátt fyrir að hafa fengið inn leikmenn með indónesískar rætur frá Evrópu urðu úrslitin ekki betri. Indónesía vann þrjá af átta leiki með Kluivert við stjórnvölinn.
Athugasemdir
banner