Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 16. október 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjög ósáttir við Lewandowski - Frá í mánuð
Mynd: EPA
Robert Lewandowski verður frá vegna meiðsla næsta mánuðinn en hann meiddist í 2-0 sigri Póllands gegn Litáen í undankeppni HM á dögunum.

Hann missir því af leik Real Madrid og Barcelona á Santiago Bernabeu þann 26. október.

Barcelona er mjög vonsvikið út í hann þar sem hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik en ákvað að halda áfram og kláraði leikinn. Hann skoraði seinna mark Póllands í seinni hálfleik.

Hann hefur verið að berjast við þessi meiðsli á tímabilinu og gerði illt verra með því að spila leikinn.

Mikil meiðslavandræði hafa verið í herbúðum Barcelona á tímabilinu en liðið hefur verið án Raphinha, Gavi, Fermin Lopez og Ferran Torres í undanförnum leikjum. Lamine Yamal sneri aftur eftir meiðsli fyrir nokkrum vikum en er kominn aftur á meiðslalistann.
Athugasemdir
banner