Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   fös 16. desember 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frakkland aldrei komist í úrslit með Benzema
Mynd: EPA
Það dundu áföll yfir franska landsliðshópnum rétt fyrir HM en margir af sterkustu leikmönnum liðsins misstu af mótinu vegna meiðsla.

Karim Benzema er einn af þeim en hann meiddist rétt áður en mótið hófst. Hann er hins vegar enn skráður í hópinn og byrjaður að æfa á fullu. Það gæti farið svo að hann verði í hópnum í úrslitaleiknum gegn Argentínu.

Það er nú samt alveg spurning hvort Didier Deschamps ætti að velja hann.

Staðreyndin er sú að liðið fór í úrslit á EM 2016, HM 2018 og nú 2022. Deschamps hefur tvisvar mistekist að komast í úrslit en það var á HM 2014 og EM 2021 en það eru einu skiptin sem Benzema var í hópnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner