Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   sun 17. janúar 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Inter og Juve mætast í Ítalíuslagnum
Það eru fimm leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag og byrjar fjörið fyrir hádegi þegar Napoli tekur á móti Fiorentina.

Napoli kemst alla leið upp í þriðja sæti með sigri en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex deildarleikjum sínum.

Crotone og Benevento eigast svo við í nýliðaslag á meðan Sassuolo tekur á móti Parma, áður en Atalanta og Genoa eigast við. Atalanta er jafnt Napoli á stigum sem stendur.

Lokaleikur dagsins er risaslagur og einn af allra stærstu leikjum deildartímabilsins. Inter tekur þar á móti Ítalíumeisturum Juventus í toppbaráttunni.

Leikir dagsins:
11:30 Napoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Crotone - Benevento (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Sassuolo - Parma (Stöð 2 Sport 2)
17:00 Atalanta - Genoa (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Inter - Juventus (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 7 2 4 1 8 9 -1 10
11 Udinese 7 2 3 2 7 10 -3 9
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner
banner