Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. janúar 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fer fögrum orðum um Jón Daða og Ingvar - „Er þetta besti gæi í heiminum?"
Icelandair
Jökull á landsliðsæfingu í Tyrklandi
Jökull á landsliðsæfingu í Tyrklandi
Mynd: KSÍ
Ingvar er reynslumikill og hjálpaði Jökli mikið
Ingvar er reynslumikill og hjálpaði Jökli mikið
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Urðu góðir vinir þegar Jón Daði kom til Reading
Urðu góðir vinir þegar Jón Daði kom til Reading
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron var með Jökli á herbergi.
Sveinn Aron var með Jökli á herbergi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson lék sinn fyrsta A-landsleik í síðustu viku þegar hann varði mark Íslands í fyrri hálfleik gegn Úganda. Jökull, sem er tvítugur og samninbsbundinn Reading, var í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni. Hann var mjög þakklátur fyrir að fá vera með í verkefninu og fór fögrum orðum um liðsfélaga sína þegar hann ræddi við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Sturlað augnablik - „Einhver skrítinn gæi frá Aftureldingu búinn að spila sinn fyrsta landsleik"

„Við erum með frábæran markmann í Ingvari Jónssyni, hann er aðeins eldri en ég, búinn að spila átta landsleiki og búinn að vera í atvinnumennsku. Það er frábært að læra af honum. Hákon Rafn Valdimarsson er hérna líka, jafn ungur og ég og alveg jafn efnilegur. Hann er góður vinur minn og gaman að hafa hann með í þessu verkefni. Við þrír ýtum hvor öðrum og hjálpumst að. Það er frábært að vera í svona góðum markmannshópi."

„Svo ekki sé talað um Halldór [Björnsson]. Ég vann aðeins með honum í U16 en þetta er svona í fyrsta skipti sem við vinnum almennilega saman. Hann er búinn að vera stórkostlegur með mig og búinn að hjálpa mér rosalega mikið. Þetta er búið að vera frábært fyrir mig persónulega."


Rólegri en ég utan vallar
Þú talar aðeins um Ingvar, er eitthvað sérstakt sem þú hefur lært af honum?

„Við markmenn erum allir mismunandi, allir með mismunandi tækni hvernig við spilum og verjum boltann og slíkt. Ég held að allir geti tekið undir það að hann er rólegri en ég utan vallar. Það er eitthvað sem ég get virkilega lært af, að vera rólegur, yfirvegaður og ekki vera að stressa sig of mikið."

„Fyrir leikinn gegn Úganda var ég frekar stressaður fyrir leikinn, í upphitun og slíkt. Þá var hann á staðnum, klár í að hjálpa mér eftir hvert einasta sett. Ég hugsaði „er þetta besti gæi í heiminum?" Það er bara svo frábært að hafa svona gæja með manni þegar maður er að upplifa þetta allt í fyrsta skiptið. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kynnist honum almennilega. Ég fylgdist aðeins með honum í Pepsi, var einn besti markmaðurinn á tímabilinu að mínu mati."


Sveinn lét nýliðann aðeins finna fyrir því
Jökull var herbergisfélagi Sveins Arons Guðjohnsen í ferðinni.

„Ég og Gudjohnsen vorum saman, ég get alveg sagt að hann er búinn að láta mig finna fyrir því að ég er ungi strákurinn í fyrsta landsliðsverkefninu. Ég má ekki gleyma lyklinum að herberginu, hann er ekkert að fara hleypa mér inn! Hann er skemmtilegur og búið að vera frábært með honum og öllum hinum. Ég er búinn að kynnast mörgum nýjum strákum og þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég er svo þakklátur fyrir að vera hérna."

Magnað hvað hann er búinn að kenna mér mikið á lífið
Jón Daði Böðvarsson er fyrrum leikmaður Reading. Ræðið þið eitthvað saman um félagið?

„Ég og Jón Daði erum frábærir vinir. Frá því að hann flutti til Reading þá mynduðust tengsl þar sem við erum báðir Íslendingar. Ég heimsæki hann reglulega og var hjá honum um jólin sem dæmi. Við spjöllum saman um allt, lífið í Reading og hvað sé í gangi á ferlinum."

„Það eina sem ég get sagt um hann hjá Reading var að hann átti góðan tíma, Reading er frábært félag en eins og stundum gerist þá virkuðu hlutirnir ekki. Hann fór í annað frábært félag. Mér finnst Jón Daði stórkostlegur leikmaður og geggjaður gæi. Það er magnað hvað hann er búinn að kenna mér mikið á lífið, hvað ég á að hugsa út í og hvað ég á ekki að hugsa út í. Hann er alltaf tilbúinn að hjálpa,"
sagði Jökull.
Athugasemdir
banner
banner