Manchester United hafnaði í gær tilboði frá Napoli í argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho en Chelsea er líka að sýna honum áhuga.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Þetta herma heimildir Sky Sports.
Garnacho og Jamie Gittens hjá Borussia Dortmund eru framherjar sem Chelsea er að skoða í janúarglugganum.
En samkvæmt Sky Sports vill Man Utd ekki selja hinn tvítuga Garnacho og þyrfti risastórt tilboð svo félagið myndi íhuga að gera það.
Tilboðið frá Napoli var upp á 40 milljónir punda og var samstundis hafnað af Man Utd.
Athugasemdir