Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 17. febrúar 2020 23:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær við Tómas Þór: Sást að við höfum verið í fríi
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson og Eiður Smári Guðjohnsen voru fyrir hönd Síminn Sport á Stamford Bridge að fjalla um leik Chelsea og Manchester United í kvöld.

Tómas Þór spjallaði við Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, í viðtali eftir leikinn i kvöld, United sigraði 0-2 með mörkum frá Anthony Martial og Harry Maguire.

Fyrsta spurning Tómasar var á þessa leiðina: Erfiður fyrri hálfleikur en liðið nær að kreista inn mark rétt fyrir hálfleik. Hvað heillaði þig í frammistöðu þinna manna?

„Við sýndum karakter. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Við erum að koma eftir tveggja vikna hlé og við þurftum tíma til að finna taktinn. Við skoruðum fyrsta markið og þessa stundina erum við að spila vel varnarlega," sagði Solskjær.

Tómas spurði næst út í Marcus Rashford sem glímir við meiðsli. Hvað er það sem Solskjær saknar mest þegar Rashford er fjarverandi?

„Rashford er einn sneggsti og sterkasti framherji í deildinni. Það er mikill kostur þegar kemur að skyndisóknum. Hann og Anthony Martial vinna vel saman og við söknum þess. Við erum að finna aðrar leiðir og Brandon (Williams) í vinstri-vængbakverðinum gefur okkur mikla orku og vilja. Við munum höndla þennan tíma án Rashford eins vel og við getum," sagði Solskjær.

Viðtalið má sjá hér að neðan.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner