Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   mið 17. febrúar 2021 17:01
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Burnley og Fulham: Skorar Jói Berg í þriðja leiknum í röð?
Það er Íslendingakvöld í ensku úrvalsdeildinni sem hefst með leik Burnley og Fulham klukkan 18:00. Leikurinn er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Ben Mee, fyrirliði Burnley, er ekki með í kvöld en hann fékk höfuðhögg í sigrinum gegn Crystal Palace.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt af mörkum Burnley í þeim leik en ef hann skorar í kvöld verður það þriðji leikurinn í röð sem hann er á markaskónum. Hann er í byrjunarliðinu.

Charlie Taylor snýr til baka úr meiðslum.

Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Fulham, er í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19. Tom Cairney og Terence Kongolo eru enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fulham er með óbreytt lið frá sigri gegn Everton á sunnudagskvöld.

Burnley er í sextánda sæti en Fulham er í fallsæti og þarf nauðsynlega á sigri að halda.

Byrjunarlið Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Long, Taylor, McNeil, Westwood, Cork, Gudmundsson, Rodriguez, Barnes

Byrjunarlið Fulham: Areola, Tete, Aina, Andersen, Tosin, De Cordova-Reid, Reed, Lemina, Loftus-Cheek, Lookman, Maja




miðvikudagur 17. febrúar
18:00 Burnley - Fulham (Síminn Sport)
20:15 Everton - Manchester City (Síminn Sport)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir