Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 17. febrúar 2021 15:22
Magnús Már Einarsson
Steini Halldórs ætlar í svipaðar pælingar og hjá Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna, var gestur í Heimavellinum á Fótbolta.net í dag. Þorsteinn gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum í sumar en hann segist stefna á að spila svipaðan fótbolta með landsliðið og hann gerði á stjóratíð sinni í Kópavogi.

„Ég er að fara í mjög svipaðar pælingar. Ég ætla að kópera mest allt og spila sambærilega," sagði Þorsteinn í Heimavellinum.

„Auðvitað spilar maður líka fótbolta eftir andstæðingum og maður þarf að þróa leikstílinn eftir því hvernig maður getur unnið andstæðinginn. Við reynum að koma með einhverja nýja hluti. Við höfum góðan grunn til að byggja á því liðið hefur náð góðum árangri undanfarin ár og vonandi náum við að byggja ofan á það."

Ísland tryggði sér sæti á EM í lok síðasta árs en lokakeppnin er á Englandi sumarið 2022. Þorsteinn var spurður út í hans skoðun á liðinu í síðustu undankeppni.

„Styrkleikinn í síðustu undankeppni var varnarleikurinn. Liðið var að fá lítið af mörkum á sig og heilt yfir var varnarleikurinn góður. Sóknarleikurinn var upp og ofan. Stundum var hann góður og stundum slakur og allt þar á milli. Vonandi getum við bætt eitthvað þar. Ég ítreka að liðið var að ná góðum árangri og spila vel og ég held að menn geti gengið sáttir frá borði eftir þessa undankeppni."

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild.
Heimavöllurinn: Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari er mættur á Heimavöllinn
Athugasemdir
banner
banner
banner