Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 17. mars 2023 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Langþráð endurkoma Kante í kortunum - Sterling meiddur
Kante er að snúa aftur.
Kante er að snúa aftur.
Mynd: EPA
N'Golo Kante er að nálgast endurkomu hjá Chelsea og gæti verið í leikmannahópnum sem mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Kante hefur verið meiddur eiginlega allt tímabilið og hefur til að mynda ekki spilað einn leik frá því að Graham Potter tók við stjórnartaumunum í september. Franski miðjumaðurinn byrjaði fyrstu tvo leikina í deildinni í ágúst en hefur síðan ekki verið í leikmannahópi Chelea vegna meiðsla.

„Thiago Silva er enn frá, Cesar Azpilicueta er enn frá. Það er möguleiki á því að Kante verði í hopnum, það yrði í fyrsta skiptið og yrði frábært," sagði Graham Potter, stjóri Chelsea, á fréttamannafundi í dag.

Raheem Sterling er einnig frá vegna meiðsla og er ekki í enska landsliðshópnum fyrir komandi landsleiki. Meiðslin eru þó ekki alvarleg að sögn Potter.

„Það er sama með Mason Mount, hann hefur glímt við meiðsl á mjöðm, hann hefur verið tæpur, missir af leiknum á morgun og landsleijunum."

Leikur Chelsea gegn Everton hefst klukkan 17:30 á morgun og fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner