Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir missir mann frá Southampton en tekur annan í staðinn
Smallbone í baráttunni við Cole Palmer.
Smallbone í baráttunni við Cole Palmer.
Mynd: EPA
Heimir Hallgríms.
Heimir Hallgríms.
Mynd: EPA
Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska landsliðsins, hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópi sínum fyrir komandi leiki gegn Búlgaríu. Írar, líkt og við Íslendingar, spila tvo leiki til að halda sæti sínu B-deild Þjóðadeildarinnar. Leikirnir fara fram á fimmtudag og sunnudag.

Heimir verður án þeirra Will Smallbone og Callum O'Dowda í komandi leikjum en þeir Ryan Manning og Andrew Moran hafa verið kallaðir inn í þeirra stað.

Smallbone, miðjumaður Southampton, og O'Dowda, sem er leikmaður Cardiff, geta ekki spilað vegna meiðsla.

Moran er sóknarsinnaður miðjumaður sem spilar með Stoke á láni frá Brighton og Manning, sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður, er leikmaður Southampton.

Hópurinn

Markverðir: Kelleher (Liverpool), Travers (Middlesbrough, á láni frá Bournemouth), Bazunu (Standard Liege, á láni frá Southampton).

Varnarmenn: O'Brien (Everton), Doherty (Wolves), Collins (Brentford), O'Shea (Ipswich), Dunne (QPR), Abankwah (Watford, á láni frá Udinese), Brady (Preston), Manning (Southampton).

Miðjumenn: Cullen (Burnley), Knight (Bristol City), Taylor (Ipswich Town), Sykes (Bristol City), Azaz (Middlesbrough), Moran (Stoke, á láni frá Brighton).

Sóknarmenn: Ferguson (West Ham United, á láni frá Brighton), Idah (Celtic), Parrott (AZ Alkmaar), Armstrong (Bristol City), Johnston (West Brom), Vata (Watford).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner