Manchester United hefur gert það að forgangsmáli hjá sér að framlengja samning ungstirnisins Kobbie Mainoo sem hefur skinið skært undir stjórn Erik ten Hag á tímabilinu.
Man Utd hóf viðræður við Mainoo í febrúar og er markmiðið að ljúka þeim fyrir sumarið. Leikmaðurinn er aðeins 18 ára gamall og rennur núverandi samningur hans við Man Utd út eftir þrjú ár.
INEOS, sem sér um fótboltamál hjá Man Utd, lítur á Mainoo sem lykilleikmenn fyrir framtíð félagsins og mun hann fá lykilhlutverk hjá félaginu ef hann heldur áfram að standast þær væntingar sem til hans eru gerðar.
Mainoo hefur verið einn af bestu leikmönnum Man Utd á tímabilinu og spilaði sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði, þrátt fyrir ungan aldur.
Mainoo er spenntur fyrir nýjum samningi þar sem hann getur búist við að fá verulega launahækkun.
Athugasemdir