þri 17. maí 2022 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Milinkovic-Savic ætlar að gefa Lazio tækifæri
Mynd: Getty Images

Serbneski miðjumaðurinn Sergej Milinkovic-Savic hefur verið meðal bestu miðjumanna Serie A deildarinnar undanfarin ár og vakið athygla stórliða víða um Evrópu.


Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Lazio en vill ekki hefja viðræður við félagið fyrr en það styrkir sig með betri leikmönnum og nær Meistaradeildarsæti.

Það eru ýmis félög sem hafa áhuga á Milinkovic-Savic en hann fer líklega ekkert í sumar þar sem verðmiðinn á honum nemur rúmlega 70 milljónum evra. Hann gæti orðið talsvert ódýrari á næsta ári ef Lazio mistekst aftur að lenda í topp fjórum.

„Ég er ekki viss um að Sergej fari í sumar, þetta eru langt frá því að vera auðveld félagaskipti. En ef það gerist þá er ég viss að hann muni skrifa undir hjá útlendu félagi," sagði Maurizio Sarri, forseti Lazio.

Savic var einnig spurður út í framtíðina og sagðist ekki gefa orðrómum neinn gaum.

„Ég er einbeittur að Lazio. Við þurfum aðeins að styrkja leikmannahópinn til að geta barist um Meistaradeildarsæti."

Savic hefur skorað 58 mörk í 293 leikjum á sjö árum hjá Lazio.

Lazio er í fimmta sæti ítölsku deildarinnar fyrir lokaumferðina og búið að tryggja sér Evrópudeildarsæti. Liðið er sjö stigum frá Meistaradeildinni.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner