Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. maí 2023 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átti að fá rautt áður en hún tvöfaldaði markafjölda sinn í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Katla María Þórðardóttir tvöfaldaði markafjölda sinn í efstu deild þegar hún skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss gegn Tindastóli. Hún skoraði jöfnunarmarkið í leiknum í raun með fyrirgjöf og svo skoraði hún þriðja mark Selfoss upp úr óbeinni aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 Tindastóll

Áður en Katla skoraði fékk hún að líta gula spjaldið í leiknum fyrir tæklingu á 24. mínútu. Fyrrum formaður Tindastóls, Rúnar Rúnarsson, veltir fyrir sér hvort að Katla hefði átt að líta rauða spjaldið fyrir tæklinguna og birtir myndskeið sem sjá má hér að neðan. Ansi gróft brot.

„Katla María fer í mjög harkalega tæklingu á Maríu Dögg og fær gult spjald að launum," skrifaði Kári Snorrason sem textalýsti leiknum.

Katla er 22 ára og gekk í raðir Selfoss frá Fylki eftir tímabilið 2021. Hún skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild 2021 og annað markið á síðasta tímabili.


Heimavöllurinn: Stuð, stemmning og rafmagnaður Húsvíkingur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner