Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 17. maí 2023 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef þetta hefði gerst fyrir 3-5 árum þá hefði ég pottþétt fengið sénsinn"
Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki á síðasta tímabili.
Fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi með strákunum úr Tiltalinu.
Gummi með strákunum úr Tiltalinu.
Mynd: Stefán Marteinn - fotbolti.net
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon átti sitt besta tímabil á ferlinum í fyrra er hann skoraði 17 mörk í 26 leikjum með Fram í Bestu deildinni.

Hann byrjaði tímabilið mjög vel og sagði þá í viðtali við Fótbolta.net: „Ég er búinn að fá sénsinn tvisvar, þrisvar í efstu deild en í þannig liðum að það er varnarsinnað. Núna er ég í sóknarsinnuðu liði, þannig nýtast mínir hæfileikar best. Ég byrjaði strax í október að vera hérna inn í sal fjórum sinnum í viku ásamt fótboltanum, skóf af mér tíu kíló. Ég hef ekkert verið að blammera því fram eins og sumir, en mér líður mjög vel og finnst ég vera að byggjast hægt og rólega inn í þetta."

Gummi, sem er 31 árs, var nýverið í skemmtilegu spjalli hjá strákunum í Tiltalinu þar sem hann ræddi aðeins um þá vinnu sem hann hefur lagt á sig. Ásamt því að byggja sig upp líkamlega þá fór hann að vinna í öðrum þáttum eins og mataræði og svefn. Einnig talaði hann um mikilvægi sjálfstalsins fyrir leiki, að tala við sjálfan sig og byggja sig upp þannig.

„Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Sem betur fer var ég með góðan einkaþjálfara sem keyrði mig áfram. Þú mátt ekki vera of góður við sjálfan þig... Þú ert að setja bensín á bílinn og til að allt gangi vel þá þarftu að vera með rétta bensínið," sagði Gummi í þættinum.

„Þig langar í eitthvað og hvað ertu tilbúinn að gera til að ná því? Í mínu tilviki var Fram að fara upp og mig langaði að vera byrjunarliðsmaður, mig langaði að sanna mig - að ég væri ekki bara 1. deildarleikmaður. Það var mín hvatning."

Þegar hann var spurður út í mestu vonbrigðin á ferlinum í þættinum þá sagði hann að það sé að hafa ekki náð að blómstra á þessu stigi fyrr. Hann var efnilegur leikmaður á sínum tíma en náði ekki að springa út í deild þeirra bestu, ekki fyrr en í fyrra.

„Sætasti sigurinn? Það var tímabilið í fyrra held ég. Hvernig ég náði að gera eitthvað aðeins úr ferlinum eftir allt saman. Mestu vonbrigðin er að maður var efnilegur leikmaður og maður var kannski stærri og sterkari en hinir í mínum árgangi. 'Þessi gaur á eftir að verða eitthvað'. Ég hefði viljað gera mig aðeins meira gildandi fyrr."

„Staður, stund og ákvarðanir - þetta spilar allt inn í. Ég hef aldrei verið hrokafullur en ég held að þetta snúist um stað, stund og ákvarðanir. Maður þarf að standa og falla með þeim."

Ógeðslega svekkjandi
Gummi átti frábært tímabil í fyrra og hefur farið vel af stað í ár, en hann fékk samt sem áður ekki tækifæri með A-landsliðinu þegar leikmenn úr Bestu deildinni voru valdir í það í október síðastliðnum.

„Mér fannst það ógeðslega pirrandi, ég skal vera heiðarlegur með það. Ég hélt að ég ætti örlítinn möguleika á því að upplifa eitthvað svona en svo var ekki," sagði Gummi en hann hefði viljað fá tækifæri til að vera hluti af einum A-landsliðshóp.

„Ég tel mig vita það ef þetta (síðasta tímabil) hefði gerst fyrir þremur, fjórum eða fimm árum síðan þá hefði ég pottþétt fengið sénsinn. Ég man alltaf eftir því að Garðar Gunnlaugs fékk að fara til Bandaríkjanna með landsliðinu eftir ágætt tímabil. Hann skoraði ekki 17 mörk. Andri Rúnar fór með landsliðinu til Indónesíu eftir sitt tímabil. Það eru fjölmörg dæmi um að þeir sem hafa staðið sig svona vel eru kallaðir inn. Mér fannst þetta mjög pirrandi og ógeðslega svekkjandi."

„Eins eins og ég sagði svo þá áttu þeir sem voru valdir það skilið og það var pottþétt einhver pæling á bak við það," sagði Gummi en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan og í hlaðvarpsveitum.

Sjá einnig:
Var næstum því hættur í fyrra - „Þetta var eitthvað annað"
Tiltalið: Guðmundur Magnússon
Athugasemdir