Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. október 2022 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var næstum því hættur í fyrra - „Þetta var eitthvað annað"
Gummi fagnar marki í sumar.
Gummi fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon hefur átt gríðarlega gott tímabil með Fram í sumar og hefur hann klárlega verið einn af betri leikmönnum Bestu deildarinnar.

Hann er að eiga sitt besta tímabil á ferlinum en hann er að berjast um að taka gullskóinn. Með því að skora eitt mark gegn Keflavík í lokaumferðinni á morgun.

Gummi var í skemmtilegu viðtali í Innkastinu á dögunum þar sem hann fór yfir tímabilið. Hann greindi þar frá því að hann var næstum því hættur í fótbolta eftir að hann yfirgaf Grindavík af persónulegum ástæðum fyrir tímabilið 2021.

„Ég vona (að ég eigi helling eftir). Það var ákveðinn núllpunktur sem ég lenti á í fyrravor þegar ég fór frá Grindavík og var næstum því hættur," sagði Gummi sem fann hungrið aftur þegar hann fór að mæta á æfingar hjá Fram.

Hann tók vel á því fyrir þessa leiktíð, er í frábæru formi og það hefur hjálpað honum.

„Ég ákvað þegar samdi við Fram að núna ætlaði ég að gera þetta almennilega, vissi að Fram væri búið að vera í möguleika á að fara upp. Ég er mikill Framari og vildi taka þátt í því. Eftir það tímabil (2021) var ég búinn að tala við Hilmar sjúkra- og styrktarþjálfara um að ég væri núna tilbúinn í að undirbúa mig almennilega. Ég tók mig til og talaði við Hilmar og við byrjuðum í október. Þvílíku æfingarnar! Ég oft verið í góðu formi en þetta var eitthvað annað."

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan en þar ræðir Gummi meira um tímabilið.
Innkastið - Gummi girnist gullskóinn
Athugasemdir
banner
banner
banner