Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. maí 2023 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoraði loksins eftir fimm ára markaþurrð
Markinu fagnað!
Markinu fagnað!
Mynd: Hrefna Morthens
Eva Lind Elíasdóttir skoraði annað mark Selfoss í 3-1 sigri gegn Tindastól í Bestu deildinni í gærkvöldi.

Markið var langþráð hjá Evu því fyrir markið hafði hún ekki skorað deildarmark síðan 2018. Það tímabil skoraði hún tvö mörk og komu þau bæði í 4-1 sigri á FH þann 23. maí. Það voru því rétt tæplega fimm ár frá því hún skoraði síðast deildarmark.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 Tindastóll

Vakin var athygli á þessari staðreynd á mbl.is eftir leikinn í gær. Markið skoraði Eva á markamínútunni sjálfri, 43. mínútu. „Barbára Sól á góða fyrirgjöf sem fer beint á pönnuna á Evu Lind sem skallar boltann snilldarlega í nærhornið. Frábært mark hjá Evu!" skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu.

„Fyrsta markið í fimm ár, það er rosa­legt!“ sagði Eva hlæjandi við Guðmund Karl á mbl.is. „Það var mjög góð til­finn­ing að skora og ég get al­veg sagt þér það að þetta er búið að opna all­ar gátt­ir hjá mér núna. Ég sá Barbáru úti á kant­in­um og hljóp í opið svæði inn í teign­um og skallaði hann bara inn. Við erum bún­ar að vera að æfa þetta og ég vissi nákvæmlega hvað við vor­um að fara að gera. Ég viður­kenni alveg að ég er búin að vera að bíða eft­ir mark­inu,“ sagði Eva Lind létt að lok­um.

Eva Lind er fædd árið 1995 og hefur skorað 21 mark í 130 deildarleikjum.
Heimavöllurinn: Stuð, stemmning og rafmagnaður Húsvíkingur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner