
Eva Lind Elíasdóttir skoraði annað mark Selfoss í 3-1 sigri gegn Tindastól í Bestu deildinni í gærkvöldi.
Markið var langþráð hjá Evu því fyrir markið hafði hún ekki skorað deildarmark síðan 2018. Það tímabil skoraði hún tvö mörk og komu þau bæði í 4-1 sigri á FH þann 23. maí. Það voru því rétt tæplega fimm ár frá því hún skoraði síðast deildarmark.
Markið var langþráð hjá Evu því fyrir markið hafði hún ekki skorað deildarmark síðan 2018. Það tímabil skoraði hún tvö mörk og komu þau bæði í 4-1 sigri á FH þann 23. maí. Það voru því rétt tæplega fimm ár frá því hún skoraði síðast deildarmark.
Lestu um leikinn: Selfoss 3 - 1 Tindastóll
Vakin var athygli á þessari staðreynd á mbl.is eftir leikinn í gær. Markið skoraði Eva á markamínútunni sjálfri, 43. mínútu. „Barbára Sól á góða fyrirgjöf sem fer beint á pönnuna á Evu Lind sem skallar boltann snilldarlega í nærhornið. Frábært mark hjá Evu!" skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu.
„Fyrsta markið í fimm ár, það er rosalegt!“ sagði Eva hlæjandi við Guðmund Karl á mbl.is. „Það var mjög góð tilfinning að skora og ég get alveg sagt þér það að þetta er búið að opna allar gáttir hjá mér núna. Ég sá Barbáru úti á kantinum og hljóp í opið svæði inn í teignum og skallaði hann bara inn. Við erum búnar að vera að æfa þetta og ég vissi nákvæmlega hvað við vorum að fara að gera. Ég viðurkenni alveg að ég er búin að vera að bíða eftir markinu,“ sagði Eva Lind létt að lokum.
Eva Lind er fædd árið 1995 og hefur skorað 21 mark í 130 deildarleikjum.
Athugasemdir