
Ísland tapaði fyrir Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld, slök færanýting varð Íslandi hvað helst að falli í leiknum og draumurinn um að komast á EM í Þýskalandi er orðinn afskaplega fjarlægur.
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum í seinni hálfleik.
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum í seinni hálfleik.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 2 Slóvakía
„Þetta er mjög svekkjandi maður. Við áttum ekki skilið að tapa. Við fengum fullt af færum og þeir skapa eiginlega ekki neitt. Þetta eru tvö skítamörk sem við fáum á okkur," sagði Hákon eftir leikinnþ
„Við þurfum að vera aðeins skarpari á síðasta þriðjungi. Við hefðum alveg getað komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Það sýnir bara hversu góðir við komum inn í leikinn."
Ísland leikur gegn Portúgal á þriðjudaginn.
„Ég er spenntur fyrir því að spila á móti svona stórþjóð og við verðum að reyna að stela einhverju af þeim."
Athugasemdir