Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
banner
   mán 17. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli reynir við Buongiorno
Buongiorno og Bellanova eru lykilmenn í liði Torino en gætu verið seldir í sumar.
Buongiorno og Bellanova eru lykilmenn í liði Torino en gætu verið seldir í sumar.
Mynd: EPA
Ítalska stórliðið Napoli ætlar að styrkja varnarlínuna sína fyrir næstu leiktíð og er í viðræðum við Torino um kaup á ítalska landsliðsmanninum Alessandro Buongiorno.

Buongiorno er 25 ára miðvörður sem getur einnig spilað í stöðu vinstri bakvarðar, en hann er samningsbundinn Torino næstu fjögur árin.

Buongiorno er meðal bestu leikmanna í liði Torino og stóð sig feykilega vel á síðustu leiktíð, svo vel að hann var valinn í ítalska landsliðshópinn fyrir EM í Þýskalandi.

Buongiorno á 109 leiki að baki fyrir Torino og fjóra fyrir ítalska A-landsliðið, eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin.

Napoli átti mikið vonbrigðatímabil í ítölsku deildinni þar sem liðið endaði óvænt í 10. sæti. Napoli stefnir á að vera með í titilbaráttunni á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner