Leikarinn geðþekki Jason Sudeikis vakti athygli í gær þegar hann mætti á frumsýningu á annarri seríu þáttarins Ted Lasso.
Ted Lasso eru ansi skondnir sjónvarpsþættir en þar leikur Sudeikis einmitt þjálfarann Ted Lasso sem reynir fyrir sér í enska boltanum þrátt fyrir takmarkað vit á íþróttinni.
Sudeikis mætti á frumsýninguna í peysu þar sem nöfn Jadon Sancho, Bukayo Saka og Marcus Rashford voru sjáanleg.
Allir þessir þrír leikmenn hafa orðið fyrir viðbjóðslegum rasisma undanfarna daga eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu með Englandi í úrslitaleik EM.
„Við leyfum peysunni að tala fyrir sig," sagði Sudeikis við blaðamann er hann var spurður út í klæðnaðinn.
Hann er þar klárlega að sýna stuðning við bakið á þessum þremur leikmönnum sem eru allir á sínum yngri árum í boltanum.
Virkilega vel gert en mynd af honum í peysunni má sjá hér fyrir neðan.
Ted Lasso star Jason Sudeikis
— Goal (@goal) July 16, 2021
showed up to the show's season two premier showing his support for Jadon Sancho, Marcus Rashford and Bukayo Saka ❤️ pic.twitter.com/qZspM4RFYj
Athugasemdir