„Bara frábær. Þetta var góður leikur, góður sigur og góð þrjú stig." sagði Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks en hann skoraði tvö mörk í góðum 3-0 sigri á ÍBV á Kópavogsvelli í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 ÍBV
Breiðablik var í örlitlu brasi í fyrri hálfleik en komu betri inn í síðari hálfleikinn og Jason Daði var spurður hverju liðið hafi breytt í hálfleik.
„Bara gera hlutina betur sem við vorum að gera á síðasta þriðjung."
Jason Daði var frábær í dag og skoraði tvö mörk en hann segir að það sé alltaf hægt að gera betur.
Framundan er úrslitakeppni í deildinni og Jason Daði var spurður hvernig þessi tvískipting leggst í hann.
„Bara rosalega vel, gaman að spila enþá fleiri leiki og bara geggjað."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan."
Athugasemdir