Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. september 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Campos vill framlengja við Ramos og Messi
Eitt sinn erkifjendur en hinir mestu mátar í dag.
Eitt sinn erkifjendur en hinir mestu mátar í dag.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Luis Campos, nýr yfirmaður fótboltamála hjá Paris Saint-Germain, vill framlengja samninga Sergio Ramos og Lionel Messi við félagið þrátt fyrir aldur þeirra.


Ramos er 36 ára og Messi 35 en þeir hafa verið að spila vel á upphafi nýs tímabils. PSG er á toppi frönsku deildarinnar og búið að vinna níu af tíu fyrstu leikjum tímabilsins í öllum keppnum, liðið gerði jafntefli við Mónakó í deildinni.

„Ég er ánægður með Sergio Ramos. Af hverju ættum við ekki að bjóða honum nýjan samning ef hann heldur áfram að skila svona frammistöðum?" sagði Campos. 

„Leo Messi er líka að eiga mjög gott tímabil. Það væri tilvalið að framlengja báða þessa samninga. Ég er búinn að spyrja Messi hvort hann vilji vera áfram en hann ætlar ekki að taka ákvörðun fyrr en eftir HM."

Stjórnendur PSG ákváðu að reka Mauricio Pochettino þjálfara og Leonardo yfirmann fótboltamála í sumar og réðu Christophe Galtier og Luis Campos í staðinn.

Campos var að lokum spurður út í ýmsa orðróma frá því í sumar. Einn sagði Neymar vera á förum frá PSG og annar sagði að Zinedine Zidane hafi verið efstur á óskalistanum yfir arftaka Pochettino.

„Neymar var aldrei nálægt því að yfirgefa félagið. Þetta eru allt falsfréttir, sérstaklega þær sem segja að Kylian Mbappe hafi viljað sjá Neymar fara. Neymar er 100% partur af áformum okkar.

„Varðandi Zidane þá ræddum við aldrei við neinn annan þjálfara heldur en Galtier. Hann var sá fyrsti og eini sem ég hringdi í, ég heyrði í honum um leið og ég var ráðinn í starfið. Það var það fyrsta sem ég gerði, ég hringdi í Galtier áður en ég færði minni eigin fjölskyldu fregnirnar."


Athugasemdir
banner
banner
banner