Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 17. september 2023 00:26
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði stórbrotið mark í fjarveru Messi
Inter Miami hafði ekki tapað í tólf leikjum í röð eftir að Lionel Messi mætti inn í liðið en tapið kom í kvöld og vantaði auðvitað Messi sjálfan.

Messi kom inn í liðið um miðjan júlí og tókst að vinna deildabikarinn með Miami ásamt því að vinna tvo af þremur deildarleikjum.

Hann hélt síðan í landsliðsverkefni með argentínska landsliðinu en í fjarveru hans vann liðið 2-0 sigur á Sporting Kansas áður en það tapaði í kvöld.

Leonardo Campana, sem framlengdi við félagið um helgina, skoraði bæði mörk MIami en Messi er eflaust stoltur af fyrra markinu sem Campana gerði.

Dixon Arroyo átti þrumuskot sem hafnaði í þverslá og til Campana, sem lyfti boltanum yfir varnarmann Atlanta áður en hann þrumaði boltanum upp í þaknetið.

Glæsilegt mark en ekki nóg til að taka sigurinn í kvöld. MIami á sjö leiki eftir af venjulegum hluta deildarinnar og er möguleikinn enn til staðar að komast í úrslitakeppni en liðið þyrfti að vinna flesta ef ekki alla leikina til að komast þangað.

Miami er í 14. sæti Austur-deildarinnar með 28 stig. Liðið er tólf stigum frá Nashville, sem situr í síðasta sætinu sem tryggir þátttöku í úrslitakeppnina, en það eru sjö stig í D.C. United sem er í umspilssæti.


Athugasemdir
banner
banner