Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 17. september 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Hákon væntanlega í marki Brentford í kvöld
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Getty Images
Búist er við því að íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson verði í rammanum hjá Brentford sem mætir C-deildarliði Leyton Orient í deildabikarnum í kvöld.

Það yrði þá annar aðalliðsleikur Hákonar fyrir Brentford en hann spilaði síðasta leik í deildabikarnum og varði víti er Brentford komst áfram.

Hann hélt marki sínu hreinu, varði vítaspyrnu og var valinn maður leiksins þegar liðið vann Colchester 1-0 í ágúst.

„Hann aðlaðist vel og átti algjörlega teiginn í seinni hálfleik, þegar það komu löng innköst og föst leikatriði. Hann átti sigurvörslu í vítaspyrnunni. Ég myndi kalla þetta stórkostlega frumraun," sagði Thomas Frank, stjóri Brentford, eftir leikinn.

Leikur Brentford og Leyton Orient hefst klukkan 18:45 í kvöld.

Líklegt byrjunarlið Brentford: Valdimarsson; Trevitt, Van den Berg, Mee, Janelt; Yarmoliuk, Onyeka; Damsgaard, Carvalho, Lewis-Potter; Schade
Athugasemdir
banner
banner
banner