Ángel Di María var á sínum stað í byrjunarliði Rosario Central sem tók á móti Boca Juniors í argentínska boltanum í nótt.
Rosario var einu marki undir þegar liðið fékk hornspyrnu. Di María skokkaði að hornfánanum til að taka spyrnuna og lét svo bara vaða á markið.
Boltinn fór alltof hátt og hratt fyrir markvörð Boca Juniors svo hann endaði í netinu og gerði dýrmætt jöfnunarmark. Lokatölur urðu 1-1.
37 ára Di María er þar með búinn að skora 4 mörk í 7 byrjunarliðsleikjum með Rosario frá félagaskiptum sínum frá Benfica í sumar.
Rosario Central [1] - 1 Boca Juniors - Ángel Di María (Olimpico)
byu/Citrobal insoccer
Athugasemdir