Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 15. september 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guiu var ekki í hóp: Vildi gefa George traustið
Guiu og George fögnuðu marki gegn Shamrock Rovers í fyrra.
Guiu og George fögnuðu marki gegn Shamrock Rovers í fyrra.
Mynd: EPA
Chelsea endurkallaði spænska framherjann Marc Guiu, sem er 19 ára gamall, úr láni frá Sunderland eftir að Liam Delap meiddist í síðasta mánuði.

Chelsea reyndi fyrst að hætta við að lána Nicolas Jackson til FC Bayern en endaði á að fá Guiu sendan aftur til sín í staðinn.

Guiu átti að leysa framherjavandamál félagsins en hann var svo ekki í hóp í 2-2 jafntefli gegn Brentford um helgina.

Tyrique George var valinn í hópinn í hans stað en hann hefur verið mikið í kringum aðalliðið hjá Chelsea á upphafi tímabils. Chelsea var 1-0 undir í leikhlé og var George skipt inná til að spila seinni hálfleikinn.

„Við þekkjum Marc frá því í fyrra en á þessari stundu vildi ég sýna George smá traust eftir flotta frammistöðu gegn Fulham. Tímabilið er mjög langt, allir leikmenn munu fá sín tækifæri til að skína," sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, meðal annars eftir jafnteflið.
Athugasemdir
banner