Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 15. september 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Salan á Kudus gerði okkur kleift að kaupa aðra leikmenn"
Mynd: Tottenham
Graham Potter þjálfari West Ham var spurður út í söluna á stjörnuleikmanni félagsins Mohammed Kudus í sumar.

Tottenham borgaði 55 milljónir punda til að kaupa Kudus sem hefur farið vel af stað hjá nýju félagi.

„Stundum vilja leikmenn takast á við nýja áskorun og við hjá West Ham viljum bara hafa leikmenn í liðinu sem vilja spila fyrir félagið. Þegar svona staða kemur upp þá er mikilvægt fyrir félagið að reyna að fá eins mikinn pening og hægt er fyrir leikmanninn sem vill fara. Þá er hægt að endurnýta peninginn til að styrkja félagið," sagði Potter á fréttamannafundi fyrir heimaleik West Ham gegn Tottenham um helgina.

Tottenham vann leikinn með þriggja marka mun þar sem Kudus lék allan leikinn úti á hægri kanti.

„Salan á Kudus gerði okkur kleift að kaupa aðra leikmenn, þetta er allt partur af fótboltaheiminum. Þegar leikmaður vill fara þá er besta lausnin fyrir alla aðila að selja viðkomandi leikmann."

West Ham keypti Mateus Fernandes, Jean-Clair Todibo, El Hadji Malick Diouf, Soungoutou Magassa og Mads Hermansen í sumar, auk þess að krækja í Igor Julio á láni og Callum Wilson og Kyle Walker-Peters á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner