Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 15. september 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim útskýrði félagaskipti Onana: Hann vildi fara
Mynd: EPA
Manchester United lánaði André Onana til tyrkneska félagsins Trabzonspor á dögunum. Félagið var með alltof marga markverði að berjast um byrjunarliðssæti eftir kaup á Senne Lammens á lokadegi sumargluggans.

Onana var keyptur til Man Utd frá Inter fyrir um 45 milljónir punda fyrir tveimur árum síðan og hefur spilað 102 leiki fyrir félagið.

Hann gerði mikið af mistökum á tíma sínum á milli stanga Rauðu djöflanna og þótti ekki nægilega traustur til að halda byrjunarliðssætinu á nýju tímabili, eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla á undirbúningstímabilinu. Altay Bayindir berst núna við Lammens um byrjunarliðssætið.

„Frá okkar sjónarhorni þá hefði hann getað verið áfram og barist um byrjunarliðssætið, en við ákváðum að hlusta líka á skoðanir leikmannsins. Hann sagðist þurfa á breytingu að halda og við skildum það," sagði Ruben Amorim á fréttamannafundi fyrir 3-0 tap Man Utd gegn Manchester City í gær.

„Þetta var ekki endilega léleg frammistaða hjá honum heldur óheppileg augnablik. Hann var óheppinn á mikilvægum stundum og það hafði mikil áhrif á hann og okkur alla. Þess vegna fannst okkur vera kominn tími til að skipta um markvörð.

„Það var mjög gott að vinna með honum, hann gerði sitt besta til að hjálpa liðsfélögunum. Leikmaður getur verið með öll gæðin í heiminum en stundum þarf hann að breyta um andrúmsloft til að ná aftur sínu besta gæðastigi. Ég óska honum alls hins besta."


Onana þreytti frumraun sína fyrir Trabzonspor um helgina og stóð sig feykilega vel í naumu tapi gegn stórveldi Fenerbahce.
Athugasemdir
banner