Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 15. september 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney skoraði í goðsagnaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Chelsea
Wayne Rooney var meðal leikmanna í svakalegum goðsagnaleik sem fór fram í gær.

Rooney skoraði glæsilegt mark utan vítateigs til að taka forystuna fyrir lið sóknarmanna en lokatölur urðu 2-1 fyrir andstæðingana í liði varnarmanna.

Eftir að Rooney gerði fyrsta markið sem má sjá hér fyrir neðan jafnaði brasilíski bakvörðurinn Maicon metin eftir fyrirgjöf frá Lee Young-pyo, fyrrum leikmanni Tottenham.

Þegar allt virtist stefna í 1-1 jafntefli og vítaspyrnukeppni tókst varnarmönnunum að pota inn sigurmarki. Norðmaðurinn John Arne Riise átti frábæra hælsendingu á Park Joo-ho, fyrrum leikmann Borussia Dortmund, sem kláraði með marki.

Lokatölur 2-1 fyrir varnarmönnum.

Didier Drogba var meðal leikmanna sóknarliðsins og tjáði sig að leikslokum: „Í fyrsta lagi vil ég þakka áhorfendum fyrir að mæta, ég vona að þið hafið notið leiksins. Varnarmennirnir voru góðir í dag, en ekki betri heldur en síðast. Það er alveg satt að við sóknarmenn þurfum á þeim að halda. Við getum ekki unnið leiki án varnarmanna.

„Til hamingju strákar, farið vel með ykkur. Sjáumst síðar."


Varnarmenn:
Young Kwang Kim
Iker Casillas
Alessandro Nesta
Michael Carrick
Marchisio
Gilberto Silva
Joo Ho Park
Sol Campbell
Claude Makelele
Ashley Cole
Maicon
John Arne Riise
Nemanja Vidic
Carles Puyol
Young Pyo Lee
Rio Ferdinand
Þjálfari: Rafa Benitez

Sóknarmenn:
Bum Young Lee
Gianluigi Buffon
Ja Cheol Koo
Ki Hyon Seol
Bastian Schweinsteiger
Clarence Seedorf
Eden Hazard
Franck Ribery
Wayne Rooney
Gareth Bale
Kaka
Steven Gerrard
Ronaldinho
Thierry Henry
Ji Sung Park
Didier Drogba
Þjálfari: Arsene Wenger

[icons match] Wayne Rooney scored
byu/Both-Alarm8092 insoccer

Athugasemdir
banner