Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. október 2020 14:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Granada nýtti sér liðsmuninn í kjölfar heimskupara Jordan
Mynd: Getty Images
Granada CF 1 - 0 Sevilla
1-0 Yangel Herrera ('82 )
Rautt spjald: Joan Jordan, Sevilla ('45)

Granada vann 1-0 heimasigur á Sevilla í spænsku La Liga í dag. Bæði lið voru með sjö stig fyrir leikinn, Sevilla hafði þó einungis leikið þrjá leiki.

Staðan var jöfn allt fram að 82. mínútu þegar Yangel Herrera skoraði eina mark leiksins. Dimitri Floquier átti fyrirgjöf inn á teig gestana sem Herrera skallaði í netið.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Joan Jordan sig sekann um mikil mistök. Á þriðju mínútu uppbótartímans fékk hann að líta gula spjaldið og mínútu seinna fékk hann sitt annað gula spjald. Það seinna var fyrir að sparka í mótherja sem var að hlaupa framhjá.

Myndband af brotum Jordan má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner