Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fös 17. október 2025 19:50
Elvar Geir Magnússon
Siggi Lár: Ég sá fyrir mér að enda ferilinn með Val en því miður stjórna ég því ekki
Sigurður Egill Lárusson kveður Val.
Sigurður Egill Lárusson kveður Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson hefur skrifað pistil til stuðningsmanna Vals þar sem hann segir að nú sé komið að því að kveðja félagið. Hann varð í sumar leikjahæsti leikmaður í sögu Vals í efstu deild karla.

„Ég sá fyrir mér að enda ferilinn með Val en því miður stjórna ég því ekki," skrifar Sigurður Egill sem lék með Val í tólf tímabil, eða frá því hann kom frá uppeldisfélagi sínu Víkingi.

Hann er 33 ára og hefur talsvert verið á bekknum hjá Val á þessu tímabili en þó alls spilað 22 leiki í Bestu deildinni. Samningur hans rennur út í næsta mánuði.

„Þetta hefur verið frábær tími, fullt af sigrum, titlum, lærdómi og ómetanlegum minningum. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef spilað fyrir Val og allt það frábæra fólk sem ég hef verið svo heppinn að kynnast og vinna með á þessum árum," skrifar Sigurður Egill

„Það er ekki auðvelt að kveðja svona stóran hluta af lífi manns því Valsheimilið hefur verið mitt annað heimili þessi 13 ár, en ég fer héðan stoltur og þakklátur fyrir allan þann tíma sem ég hef verið hér. Ég vil þakka stuðningsmönnum Vals fyrir stuðning í gegnum frábæra tíma og einnig erfiða tíma. Jafnframt vil ég þakka fyrrum stjórn félagsins fyrir traustið í gegnum tíðina og þá sérstaklega vil ég nefna Börk Edvardsson."

„Vonandi sé ég ykkur sem flest á mínum síðasta heimaleik fyrir Val á sunnudaginn þar sem við ætlum að tryggja okkur annað sætið. Valur verður alltaf hluti af mér sama hvert næstu skref liggja. Takk fyrir mig. Áfram hærra," skrifar Sigurður Egill en Valur tekur á móti FH á sunnudagskvöld.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 15 6 4 54 - 30 +24 51
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 25 10 9 6 42 - 38 +4 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Athugasemdir