Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 17. nóvember 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Morata og Werner leiða línurnar í úrslitaleik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fara þrír leikir fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld þar sem Spánn mætir Þýskalandi í risaslag og úrslitaleik um toppsæti riðils 4.

Byrjunarlið kvöldsins hafa verið staðfest og má sjá hér fyrir neðan. Spánverjar mæta til leiks með áhugavert byrjunarlið í úrslitaleikinn þar sem menn á borð við Marcos Llorente og Mikel Oyarzabal byrja á bekknum.

Joachim Löw kemur fáum á óvart með sínu liðsvali og verður áhugavert að fylgjast með Leroy Sane, Serge Gnabry og Timo Werner spila saman í öflugri framlínu.

Spánn: Simon, Roberto, Ramos, Torres, Gaya, Rodri, Canales, Olmo, Koke, Torres, Morata

Þýskaland: Neuer, Ginter, Süle, Koch, Max, Göretzka, Gündogan, Kroos, Sane, Gnabry, Werner



Didier Deschamps er búinn að vinna sinn riðil en ætlar ekkert að gefa eftir og mætir franska landsliðið með sterkt byrjunarlið gegn Svíþjóð.

Marcus Thuram fær tækifæri á vinstri kanti og fær Olivier Giroud einnig tækifæri í fremstu víglínu.

Það er ekkert sem kemur á óvart í byrjunarliði Svía en þeir munu spila til sigurs í dag, enda í harðri fallbaráttu við Króatíu þar sem liðin eru jöfn með þrjú stig fyrir lokaumferðina.

Frakkland: Lloris, Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez, Sissoko, Pogba, Rabiot, Thuram, Griezmann, Giroud

Svíþjóð: Olsen, Lustig, Lindelöf, Danielson, Bengtsson, Larsson, Olsson, Claesson, Forsberg, Kulusevski, Berg



Króatar eru ekki að spara lykilmenn og mæta þeir sterkir til leiks gegn Evrópumeisturum Portúgal.

Mateo Kovacic byrjar ásamt Luka Modric og Marko Rog á öflugri miðju og þá fær Mario Pasalic tækifæri í fremstu víglínu ásamt Ivan Perisic og Nikola Vlasic.

Portúgalir hafa engu að tapa og mæta einnig til leiks með afar sterkt byrjunarlið, þar sem Diogo Jota myndar afar öfluga framlínu ásamt Joao Felix og Cristiano Ronaldo. Þeir verða með Bruno Fernandes fyrir aftan sig.

Króatía: Livakovic, Juranovic, Lovren, Skoric, Bradaric, Modric, Rog, Kovacic, Vlasic, Pasalic, Perisic

Portúgal: Patricio, Semedo, Dias, Semedo, Rui, Pereira, Moutinho, Fernandes, J. Felix, Jota, Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner