Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. nóvember 2020 16:36
Magnús Már Einarsson
Southgate spurður út í sóknarleikinn - Hvernig gengur gegn Íslandi?
Icelandair
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var talsvert spurður út í sóknarleik liðsins á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Englendingar hafa einungis skorað þrjú mörk í fimm leikjum í Þjóðadeildinni í ár.

Southgate hefur verið gagnrýndur fyrir 3-4-3 leikkerfið sem Englendingar hafa spilað í öllum leikjum eftir að þeim gekk illa að brjóta vörn Íslands á bak aftur í 4-3-3 kerfi á Laugardalsvelli í september.

„Við þurfum að finna leiðir til að opna mjög þéttan varnarpakka," sagði Southgate um leikinn gegn Íslandi á morgun en hann býst við að íslenska liðið spili 5-3-2 líkt og gegn Danmörku á sunnudag.

Talsverð meiðsli eru hjá Englendingum og ný andlit gætu fengið tækifæri á morgun.

„Við viljum skoða leikmenn í ákveðnum stöðum í þessum leik. Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Sóknarleiðirnar sem við æfðum gegn Belgum virkuðu mjög vel og það var líka þannig gegn Írlandi. Við þurfum að gera það líka á morgun."

Síðustu landsleikir Englands
Belgía 2 - 0 England (Þjóðadeildin)
England 3 - 0 Írland (Vináttuleikur)
England 0 - 1 Danmörk (Þjóðadeildin)
England 2 - 1 Belgía (Þjóðadeildin)
England 3 - 0 Wales (Vináttuleikur)
Danmörk 0 - 0 England (Þjóðadeildin)
Ísland 0 - 1 England (Þjóðadeildin)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner