Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Alaba á leið til Real Madrid
David Alaba fer til Real Madrid
David Alaba fer til Real Madrid
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid er búið að komast að samkomulagi við austurríska landsliðsmanninn David Alaba en hann kemur til félagsins frá Bayern München í sumar á frjálsri sölu. Þetta fullyrðir MARCA í kvöld.

Alaba er 28 ára gamall og hefur verið á mála hjá Bayern frá árinu 2008.

Hann hefur spilað rúmlega 400 leiki fyrir félagið en hann verður samningslaus í sumar og hafði þegar ákveðið að framlengja ekki samning sinn við félagið.

Liverpool, Juventus, Manchester City, Manchester United og Real Madrid voru öll á höttunum eftir Alaba en MARCA fullyrðir að hann hafi komist að samkomulagi við Real Madrid.

Hann mun gera fjögurra ára samning við félagið og þéna um það bil 11 milljónir evra á ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner