Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. febrúar 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oscar Borg í Hauka (Staðfest)
Í leik með Aston Villa.
Í leik með Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Oscar Borg er búinn að fá félagaskipti yfir Hauka í Hafnarfirði. Hann kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann var í fyrra.

Hann var mikið meiddur í fyrra og kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Oscar er kraftmikill vinstri bakvörður sem getur einnig leikið á kantinum. Hann kemur úr unglingastarfi West Ham og lék með U18 ára liði þeirra. Árið 2016 gerði hann atvinnumannasamning við Aston Villa og lék með U23 ára liðinu þeirra. Oscar þótti mikið gríðarlega efni á sínu á sínum yngri árum og var hann til að mynda ekki langt frá því að ganga til liðs við stórlið Manchester United.

Hann lék í neðri deildum Englands og Spánar áður en hann kom til Íslands.

Það er vonandi fyrir Hauka, sem spila í 2. deild, að hann sleppi við meiðsli í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner