Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   lau 18. febrúar 2023 12:30
Aksentije Milisic
Heimild: KSÍ 
Kórdrengir munu ekki taka þátt í sumar (Staðfest)
Kórdrengir verða ekki með í sumar.
Kórdrengir verða ekki með í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ægismenn fara í Lengjudeildina.
Ægismenn fara í Lengjudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KSÍ hefur staðfest það að Kórdrengir munu ekki taka þátt í sumar.

FH var í viðræðum um að taka yfir félagið en ekkert varð úr því og nú er ljóst að félagið mun ekki taka þátt í neinum af knattspyrnumótum sumarsins.


Tilkynning frá KSÍ:

„Mótanefnd KSÍ fundaði á föstudag um stöðu Kórdrengja og knattspyrnumóta sumarsins 2023 og stjórn KSÍ fundaði um málið í dag, laugardag. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja ekki til greina og byggir ákvörðun sína á grein 13.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Kórdrengir munu því ekki taka þátt í mótum sumarsins. Hér er um að ræða Lengjudeild karla og Mjólkurbikar karla. Ljóst er að þessi ákvörðun hefur áhrif í öllum deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla, nema í Bestu deild. Mótanefnd KSÍ vinnur nú hörðum höndum að því að gera nauðsynlegar breytingar á mótum."

Breytingar á deildarskipan 2023

Vegna brotthvarfs Kórdrengja úr mótum sumarsins hefur stjórn KSÍ samþykkt eftirfarandi breytingu á deildarskipan Íslandsmóts meistaraflokks karla 2023:

Lengjudeild karla

Ægir flyst í Lengjudeild karla í staða Kórdrengja.

Ægir var í 3. sæti 2. deildar karla 2022.

2. deild karla

KFG flyst í 2. deild karla í stað Ægis.

KFG var í 3. sæti 3. deildar karla 2022.

3. deild karla

Hvíti riddarinn flyst í 3. deild karla í stað KFG.

Hvíti riddarinn var í 4. sæti 4. deildar karla 2022.

Ýmir hefur nú þegar færst upp um deild í stað Einherja.

4. deild karla

Hamar flyst í 4. deild karla í stað Hvíta riddarans.

Hamar var með 2. bestan árangur liða (meðal stigaskor) í 3. sæti riðlakeppni 4. deildar karla 2022.

5. deild karla

Álafoss flyst upp í 5. deild karla í stað Hamars.

Vegna breytinga á þátttöku félaga í 5. deild verður riðlaskipting deildarinnar endurskoðuð. Nánari tilkynning síðar.


Athugasemdir
banner
banner