Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
   sun 18. febrúar 2024 11:30
Brynjar Ingi Erluson
De Gea ætlar ekki að snúa aftur til Englands
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea hefur útilokað möguleikann á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en þetta kemur fram í Sun.

De Gea, sem er 33 ára gamall, hefur verið án félags síðan síðasta sumar er hann yfirgaf Manchester United.

Síðan þá hefur hann verið orðaður við félög um allan heim, en ekki enn náð samkomulagi.

Sun greinir frá því að De Gea hafi nú þegar útilokað að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, en hann ætlar að klára ferilinn á Spáni.

De Gea er uppalinn hjá Atlético Madríd og lék með liðinu til 2011 áður en hann samdi við Manchester United.

Fyrir níu árum var hann nálægt því að ganga í raðir Real Madrid, en það varð ekkert úr skiptunum. Keylor Navas átti að fara í hina áttina, en faxtæki Madrídinga bilaði og fóru því skiptin ekki í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner