Heimild: Vísir
Það hefur ekki farið framhjá neinum fótboltaáhugamanni að Gylfi Þór Sigurðsson vill yfirgefa Val. Breiðablik og Víkingur hafa áhuga á að fá hann.
Vísir segir að Valur hafi í gærkvöld samþykkt tilboð frá báðum félögum og þau berjast nú um að fá hann til að skrifa undir. Gylfi getur valið á milli.
Vísir segir að Valur hafi í gærkvöld samþykkt tilboð frá báðum félögum og þau berjast nú um að fá hann til að skrifa undir. Gylfi getur valið á milli.
Gylfi er augljóslega ósáttur í herbúðum Vals og allt bendir til þess að hann muni skipta um félagslið hér á landi eftir eitt tímabil á Hlíðarenda. Forráðamenn Vals vildu ekki tjá sig um málið í morgun þegar Vísir hafði samband.
Það eru tveir landsliðsfélagar Gylfa sem sjá um viðræðurnar hjá þeim félögum sem reyna að fá hann; Alfreð Finnbogason hjá Blikum og Kári Árnason hjá Víkingum.
Talsverð dramatík hefur verið í þessu máli undanfarna daga þar sem einstaklingar nánir Gylfa hafa reynt að knýja fram skipti hans, þar á meðal faðir hans og bróðir.
Athugasemdir