banner
   fim 18. mars 2021 06:00
Aksentije Milisic
Ekki hrifinn af Atletico - „Eins og Chelsea væri á móti botnliði úr úrvalsdeildinni"
Mynd: Getty Images
Chelsea átti ekki í neinu vandræðum með toppliðið á Spáni í gær en liðið vann 2-0 sigur á Atletico Madrid á Stamford Bridge.

Gestirnir áttu ekki nein svör gegn spræku liði Chelsea og áttu Spánverjarnir tæplega færi í leiknum. Þeir komust í örfá hálffæri en þar er sagan sögð.

Joe Cole var sérfræðingur hjá BT Sport í gær og hann var alls ekki hrifinn af spilamennsku Atletico Madrid og líkti liðinu á m.a. við lið í ensku B-deildinni.

„Þessi leikur í kvöld var eins og að Chelsea væri að spila á móti toppliði í Championship deildinni eða liði sem er í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni," sagði Cole hneykslaður.

Chelsea liðið heldur áfram að spila vel en liðið hefur haldið hreinu í 11 leikjum af 13 undir stjórn Thomas Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner