Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gallas gagnrýnir Sancho harðlega - „Hann getur ekki verið áfram"
Sancho hefur skorað tvö mörk í úrvalsdeildinni og lagt upp fjögur. Hann hefur svo lagt upp tvö mörk í Sambandsdeildinni.
Sancho hefur skorað tvö mörk í úrvalsdeildinni og lagt upp fjögur. Hann hefur svo lagt upp tvö mörk í Sambandsdeildinni.
Mynd: EPA
William Gallas lék með Chelsea á árunum 2001-2006. Hann lék svo með Arsenal 2006-2010.
William Gallas lék með Chelsea á árunum 2001-2006. Hann lék svo með Arsenal 2006-2010.
Mynd: EPA
William Gallas, fyrrum leikmaður Chelsea, var allt annað en hrifinn af frammistöðu Jadon Sancho þegar sá franski fylgdist með leik Arsenal og Chelsea á sunnudag.

Sancho er á láni frá Manchester United og fylgir kaupskylda þeim lánssamningi. Slúðurfréttir síðustu daga hafa verið á þá leið að Chelsea muni koma sér undan þeirri kaupskyldu og greiða þess í stað sekt. Chelsea þyrfti að greiða 25 milljónir punda til að klára kaupin.

Enski kantmaðurinn hefur ekki átt frábært tímabil, en byrjaði þó allt í lagi og kom að nokkrum mörkum fyrir áramót. Hann spilaði fyrstu 75 mínúturnar á sunnudag og náði ekki að koma að mari í níunda úrvalsdeildarleiknum í röð.

Hann spilaði á hægri vængnum eftir að hafa verið á vinstri vængnum í leiknum gegn FCK þremur dögum áður. Gallas gagnrýndi hann fyrir að hafa ekki gert neitt þrátt fyrir að hafa spilað gegn hinum unga Myles Lewis-Skelly.

„Sáuð þið hann fara framhjá vinstri bakverðinum í dag? Nei. Hann gerði ekkert. Hann reyndi ekki á andstæðing sinn. Hann fær alltaf boltann, sýnir einhverja takta og gefur svo boltann til baka. Við vijum sjá meira, sérstaklega þegar þú ert kantmaður."

Slúðrað hefur verið um að kaupskyldan hjá Chelsea virkist ef liðið endar í 14. sæti eða ofar í deildinni. Það er ekki ennþá 100% öruggt að Chelsea endi í einu af efstu 14 sætunum en allt þarf að fara í vaskinn svo það gerist ekki.

Gallas vill að Chelsea sleppi því að kaupa Sancho. „Hann er hæfileikaríkur, það vita allir, en við vitum ekki af hverju hann getur ekki sýnt frammistöðu og sýnt hvað hann getur gert. Hann var frábær hjá Dortmund. Hjá Manchester United gekk þetta ekki upp. Hann kom til Chelsea og í byrjun sáum við Dortmund Sancho, en svo hvarf hann."

„Ég veit ekki hvað vandamálið er, en á þessum tímapunkti þá getur hann ekki verið áfram hjá Chelsea því hann þarf að gera meira. Þegar þú spilar í úrvalsdeildinni þá verður þú að vera á því getustigi í öllum leikjum. Það er ekki auðvelt, en ef þú getur ekki spilað vel í nokkrum leikjum og svo tekið því rólega,"
sagði Gallas.
Athugasemdir
banner
banner
banner